Fara í efni

Stjórnarfundir

543. fundur 10. janúar 2023 kl. 16:30 - 18:30 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
Fundargerð ritaði: Ingþór Guðmundsson

 

fundagerd-543.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundargerð – 543. stjórnarfundur Kölku

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2023, kl. 16:30 í fundarsal Kölku í Helguvík.

Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson og Steinþór Þórðarson og Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Sorphirða um jól og áramót.
  3. Samkomulagsdrög við CC eftir fund með lögmanni.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggismál, en engin öryggis- eða umhverfisatvik hafa verið skráð. Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir brennsluna sem af er ári, sem og í desember og byrjun janúar ásamt því að skýra fyrir stjórn hver staðan sé á samningaviðræðunum við Terra.

  1. Sorphirða um jól og áramót.

Framkvæmdastjórinn fór yfir greinargerðina um söfnun úrgangs um áramót til Grindavíkurbæjar og ástandið seinustu vikur. Stjórn átti góða umræðu undir þessum dagskrárlið.

Stjórn lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu og upplýsingagjöf við skerta þjónustu verktakans yfir jól og áramót og krefst svara frá verktaka. Stjórn felur framkvæmdastjóranum að óska eftir svörum frá verktakanum.

 

  1. Samkomulagsdrög við CC eftir fund með lögmanni.

Framkvæmdastjórinn upplýsti stjórn að hann hafi átt fund með CC ásamt Haraldi lögmanni. Þar voru rædd tvö atriði, annars vegar möguleg útboðsskylda og hins vegar hver ábyrgð okkar er framvegis í sambandi við hvernig kolefnismálum okkar sé háttað.

Stjórn ákvað að fela framkvæmdastjóra að heyra í HS orku og Orku Náttúrunnar og athuga hvernig þeir hafi gert þetta hjá sér, áður en haldið verður áfram í samningaviðræðum við CC. Framkvæmdastjórinn ætlar að forvitnast hjá þeim hvort þeir hafi boðið sitt verk út eða hvernig þessu hafi verið háttað hjá þeim.

 

  1. Önnur mál.

Framkvæmdastjórinn upplýsti stjórnina að hann og Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar hafi birt grein um lagabreytingarnar. Anna hafi farið á fund í umhverfisstofnun um kynningarmál og þar hafi m.a. verið rætt um sameiginlega kynningu á landsvísu.

Önundur upplýsti fundinn um efni fundar með fulltrúum umhverfissviðs Reykjanesbæjar í gær. Unnið er að gerð draga þjónustusamnings Reykjanesbæjar við Kölku. Stjórnin ræddi áhuga að gera slíkan samning fyrir hin sveitarfélögin og nota drögin frá Reykjanesbæ sem fyrirmynd fyrir sinn samning.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl.18:30.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. febrúar 2023.

 

Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn