Fara í efni

Stjórnarfundir

544. fundur 14. febrúar 2023 kl. 16:30 - 18:36 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Gestir:Davor Lucic
Fundargerð ritaði: Ingþór Guðmundsson

Fundargerð – 544. stjórnarfundur Kölku

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson og Steinþór
Þórðarson og Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.


Gestir: Davor Lucic


Dagskrá:
1. Ílátakaup - staðan í undirbúningi dreifingar nýrra íláta fyrir 4 flokka söfnun við
heimili.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
3. Sorphirða í byrjun árs.
4. Kynningarmál.
5. Þjóðarbrennslan - ný skref.
6. Önnur mál.


1. Ílátakaup - staðan í undirbúningi dreifingar nýrra íláta fyrir 4 flokka söfnun við heimili
Davor Lucic kom in á fund stjórnar og fór yfir ílátakaup og stöðuna í undirbúningi dreifingar nýrra
íláta fyrir 4 flokka söfnun við heimili.
Davor fór yfir fjölda íláta og upplýsti stjórnina um að allar tunnur ættu að vera merktar eftir
flokkun þeirra og fyrsta pöntun sé farin frá okkur og áætlað sé að sirka 12 vikna bið í tunnurnar.
Davor upplýsti stjórnina einnig að áætlað væri að funda með björgunarsveitunum á föstudaginn
þar sem rætt verður um dreifingu á þessum tunnum. Stjórn lýsti ánægju með stöðu
undirbúningsins.


2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggis- eða umhverfisatvik, en engin öryggis- eða umhverfisatvik
hafa verið skráð. Framkvæmdastjórinn fór yfir brennsluna í janúar og hefur brennslan verið fín.
Nýr vatnskassi er kominn til landsins og kemur væntanlega hingað suðureftir í vikulok og ætti að
taka um tvo sólarhringa að koma honum fyrir.
Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir málefni Ásbrúar og upplýsti stjórn að af frumkvæði Kölku er í
stofnun starfshópur til að vinna að lausnum í þessu máli.
Framkvæmdastjórinn fór yfir kolefnisföngun og mögulegt samstarf við áhugasama aðila sem áður
hefur verið rætt á stjórnarfundum. Stjórn var sammála um að veita framkvæmdastjóranum og
Önundi stjórnarmanni umboð til að klára þetta mál. Ef breyting verður á þessu verði þetta tekið
aftur fyrir á stjórnarfundi.


3. Sorphirða í byrjun árs
Upplýsingaöflun frá Terra hefur ekki gengið vel. Óskað hefur verið eftir upplýsingum eftir hvern
losunardag. Það gekk í 4-5 daga en ekkert eftir það. Ábyrgðarmaður virðist ekki alltaf vita hver
staðan er.
Framkvæmdarstjórinn fór yfir bréfið sem sent var á forstjóra Terra og svör og viðbrögð þeirra við
bréfinu.
Stjórnin var sammála um að þeir hafi ekki staðið sig nógu vel og var rætt um hvernig væri hægt
að bregðast við. Á seinasta fundi óskaði stjórn eftir svörum en ekki var brugðist við þeirri ósk.
Stjórn vill því að ítrekun verði send á Terra og óánægju lýst. Stjórn felur framkvæmdastjóra og
stjórnarformanni að óska eftir fundi sem fyrst með þeim hjá Terra.


4. Kynningarmál
Framkvæmdastjórinn átti fund með Önnu Kareni, sjálfbærnifulltrúa Reykjanesbæjar, og
samskiptastjóra Sorpu um kynningarmál. Á þeim fundi tók Anna Karen sæti í kynningarnefnd um
breytingar á úrgangs lögum en þar mun hún gæta hagsmuna fyrir Reykjanesbæ og Kölku. Efni
sem kynnt var á fundinum stendur Kölku til boða og hentar vel. Farið verði yfir þetta á næstu
dögum og notað í kynningarefni á vef Kölku og boðið verði sveitarfélögunum að nýta
kynningarefnið hjá sér.


5. Þjóðarbrennslan - ný skref
Framkvæmdastjórinn fór yfir ný skref í undirbúningi nýrrar sorporkustöðvar á Íslandi og fund með
ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem m.a. var fjallað um bakgrunn málsins,
aðkomu sveitarfélaga og ríkis, mögulegt framhald og tillögur um næstu skref.


6. Önnur mál.
Önundur kom með tillögu að við setjum af stað strax undirbúning fyrir útboð á sorphirðu frá
heimilunum. Stjórnin tók undir þessa tillögu um að hefja undirbúning.


Framkvæmdastjórinn fór yfir vinnu varðandi skipti á efnisstraumum til brennslu nú þegar styttist í
að lífrænn úrgangur frá heimilum hverfi að mestu úr heimilssorpi til brennslu.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:36.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. mars 2023.


Fundargerð samþykkt með undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn