Fara í efni

Stjórnarfundir

545. fundur 14. mars 2023 kl. 16:30 - 17:40 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Árni Kristmundsson (varamaður)
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
Fundargerð ritaði: Ingþór Guðmundsson

                      Fundargerð – 545. stjórnarfundur Kölku


Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. mars 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Árni Kristmundsson (varamaður), Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson
og Steinþór Þórðarson og Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.

Dagskrá:


1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Ársreikningur 2022.
3. Útboð sorphirðu og annarra þjónustu fyrir Kölku. Undirbúningur hafinn.
4. Fundur með sorphirðuverktaka.
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggismál, starfsmannamál og brennsluna í febrúar og mars en eitt
stopp var í mars. Framkvæmdastjórinn fór yfir kolefnisföngun flugöskunnar og upplýsti stjórnina
að eftir mikla leit þá er niðurstaðan sú að í þessu felist ekki áhætta. Framkvæmdastjórinn upplýsti
einnig að hann sé á leiðinni til Noregs á næstu dögum til að hitta Carbon Centric.
Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir sorphirðu seinustu mánuði, undirbúnings útboðs, núverandi
samninga og straumaskipti.


2. Ársreikningur 2022
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði ársreikningsins 2022. Bókfærðar tekjur eru tæpur
milljarður. Við höfum verið að auka aðrar brennslutekjur um 60 milljónir milli ára sem er virkilega
gott. Mikil aukning í tekjum milli ára og launakostnaður milli ára nánast óbreyttur.
Framkvæmdastjórinn upplýsti fundinn að áætlað sé að ársreikningur verði lagði fyrir stjórn á fundi
11. apríl og viku seinna þann 18. apríl verði haldinn aðalfundur Kölku.


3. Útboð sorphirðu og annarra þjónustu fyrir Kölku. Undirbúningur hafinn.
Þessi liður var tekinn undir dagskrárlið nr. 1


4. Fundur með sorphirðuverktaka.
Þessi liður var tekinn undir dagskrárlið nr. 1


5. Önnur mál.
Framkvæmdastjóri upplýsti fundinn að unnið er að því að ganga varanlega frá skiptingu
lífeyrisskuldbindinga. Allir aðilar eru tilbúnir að staðfesta að þetta sé eðlileg skipting út frá sögunni
og LSR getur farið í söguleg gögn til að greina þetta. Engar athugasemdir frá framkvæmdastjóra
við þessar skiptingar. Framkvæmdastjóri leggur til að stjórn samþykki að það verði gengið frá þessu
fyrir okkar hönd. Eftir góða umræðu samþykkir stjórn framlagðann samning milli samband
sveitarfélaga á suðurnesjum og kölku og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn.
Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir suðvesturbrennsluna, þ.e. ný nálgun við uppbyggingu innviða
á Íslandi. Framkvæmdastjórinn fór yfir aðdragandann að þessu máli, frá orðum til athafna, nýjar
upplýsingar og nýja nálgun. Nýja nálgunin er sú að sorpsamlögin á SV horninu hafa lýst yfir áhuga
á að fá að taka þátt í að byggja nýja lausn. Áætla má að á milli 80-85% af brennanlegum úrgangi
sem fellur til á Íslandi sé á forræði þessara aðila. Áætla má að brennsla sem annar 100 þús. tonnum
af úrgangi á ári væri heppileg stærð. Samlögin vilja láta á það reyna að sveitarfélögin að baki þeim
nái samstöðu um þessa uppbyggingu. Fyrir liggja tilboð um fjármögnun og er nú unnið að frekari
greiningum á kostnaði. Hugmyndin er að sveitarfélög geti verið með í lausninni án þess að leggja
fram fjármuni. Stöðin verði fjármögnuð og rekstur hennar muni standa straum af bæði fjárfestingu
og rekstri.
Eftir góða umræðu hefur stjórnin ákveðið að lýsa yfir stuðningi við þær hugmyndir sem komið hafa
frá samstarfsvettvangi sorpsamlaga á SV horninu um uppbyggingu nýrrar soprorkustöðvar. Stjórn
hvetur sveitarfélögin á Suðurnesjum til að skoða með opnum huga þá leið sem hér er til umræðu
og stefna að fullri þátttöku í þeirri vinnu sem framundan er til að leiða málið til lykta.


Áætlað er að bæjarstjórnir fái fljótlega frekari kynningar á þessu efni.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. apríl 2023.


Fundargerð samþykkt með undirritun.

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn