Stjórnarfundir
Fundargerð – 546. stjórnarfundur Kölku
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 11. apríl 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.
Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson og Steinþór
Þórðarson og Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.
Gestir: Kristján Ragnarsson, löggiltur endurskoðandi.
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Endurskoðaður Ársreikningur 2022
3. Tillögur til aðalfundar um breytingar á samþykktum
4. Önnur mál.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggis- og starfsmannamál. Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir
brennsluna í mars, en hún var að meðaltali 1538 kg/klst, en tveggja sólarhringa stopp var þegar
skipt var um vatnskassa.
Framkvæmdastjórinn upplýsti fundinn að búið sé að undirrita viljayfirlýsingu við Carbon Centric í
Noregi og einnig sé búið að skrifað undir áframhaldandi samstarf við Noah, en Noah sjá um að
farga flugöskuna fyrir okkur.
2. Endurskoðaður ársreikningur 2022
Endurskoðandi Kölku fór yfir ársreikning 2022, m.a. skýrslu stjórnar, áritun óháðra
endurskoðenda, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit yfir sjóðstreymi, skýringar við einstaka
liði ársreikningsins og sundurliðanir.
Áreikningur var að lokum lagður fyrir stjórn, hann samþykktur og undirritaður af stjórn.
3. Tillögur til aðalfundar um breytingar á samþykktum
Á fundinum fór fram umræða um tillögu að breytingu á nafni félagsins “Kalka sorpeyðingarstöð
sf.” Eftir góða umræðu var ákveðið að þessar tillögur yrðu teknar fyrir seinna.
4. Önnur mál.
Rætt var um breytingu á fundartíma aðalfundar, en ákveðið var að þar sem stutt er í fundinn að
gera ekki breytingar á tímanum.
Eftir góða umræðu á fundinum var ákveðið að eftir sumarfrí yrðu stefnur Kölku endurskoðaðar.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18.00
Næsti fundur er áætlaður miðvikudaginn 10. maí 2023.
Fundargerð samþykkt með undirritun.