Stjórnarfundir
Fundargerð – 547. stjórnarfundur Kölku
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn miðvikudaginn 10. maí 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.
Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson og Steinþór
Þórðarson og Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir.
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum.
2. Fundargerð aðalfundar lögð fram.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra
4. Staðan á kynningu vegna breyttrar flokkunar/tunnum vegna breyttrar
flokkunar heimila.
5. Útboðsmál, staðan.
6. Hugmynd um samstarf um mjöl/lýsivinnslu úr sláturúrgangi o.fl.
7. Minnisblað Sambands ísl. sveitarfélaga um söfnun úrgangs frá rekstraraðilum.
8. Önnur mál.
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Stjórnarformaður: Önundur Jónasson var valinn stjórnarformaður með báðum atkvæðum
Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar. Ingþór Guðmundsson sem einnig bauð sig fram til
stjórnarformanns fékk atkvæði Voga og Suðurnesjabæjar.
Varaformaður: Ingþór Guðmundsson var valinn varaformaður með öllum greiddum
atkvæðum.
Ritari: K. Ragnheiður Eiríksdóttir var valinn ritari með öllum greiddum atkvæðum.
2. Fundargerð aðalfundar lögð fram
Engar athugasemdir bárust um fundargerð aðalfundar og var fundargerðin því samþykkt af
stjórn.
3. Dagskrárliðir 3-7.
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggis- og starfsmannamál, stöðuna á kynningu og öðrum
undirbúningi vegna breytinga. Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir útboðsmál. Stjórn vildi fá að
sjá lokaútgáfuna áður en ritað yrði undir. Eftir umræðu var stjórn sammála um að
framkvæmdastjóri fengi leyfi til að funda með formanni og varaformanni um einstök atriði í
útboðsskilmálunum. Það verði síðar kynnt fyrir stjórn en stefnt verði að því að útboðið verði
kynnt fyrir 17. júní nk.
Framkvæmdastjóri fór einnig yfir núverandi samninga á grundvelli útboðs frá 2017, hugmyndir
um samstarf um vinnslu á sláturúrgangi og minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga um
söfnun úrgangs frá rekstraraðilum.
4. Önnur mál.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á mögulegri byggingu nýrrar brennslu á Íslandi.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:20
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. júní 2023.
Fundargerð samþykkt með undirritun