Fara í efni

Stjórnarfundir

549. fundur 15. ágúst 2023 kl. 16:30 - 17:40 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Eiður Ævarsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Önundur Jónasson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundargerð – 549. stjórnarfundur Kölku


Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 15. ágúst 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Eiður Ævarsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson, Svavar Grétarsson og
Önundur Jónasson.


Ingþór Guðmundsson og varamaður hans boðuðu forföll.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Staðan á breytingu flokkunarkerfa. Kostnaður til þessa
3. Útboðsmál, staðan.
4. Hugsanleg uppbygging í þágu hringrásarhagkerfisins í Helguvík
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.
Framkvæmdastjórinn fór yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í júlí og það sem af er af
ágúst, bilanir í sumar, framkvæmdir og breytingar á árinu.


2. Staðan á breytingu flokkunarkerfa. Kostnaður til þessa
Framkvæmdastjórinn fór yfir stöðu á breytingu flokkunarkerfa, fjármögnun Kölku á ílátunum og
áætlaðan kostnað.


3. Útboðsmál, staðan.
Framkvæmdastjórinn fór yfir útboðsmálin. Engar athugasemdir bárust frá stjórn við
útboðslýsinguna. Framkvæmdastjórinn upplýsti stjórn að áform séu fyrir því að klára þetta í
vikunni.


4. Hugsanleg uppbygging í þágu hringrásarhagkerfisins í Helguvík.
Reykjanesbær hefur boðað fund um hugsanlega uppbyggingu innviða og óskað eftir kynningu á
sjónarmiðum Kölku á því efni. Fundurinn verður haldinn 24. ágúst nk. Farið var yfir sjónarmið
stjórnarmanna í þessum efnum.


5. Önnur mál.
Stjórn ræddi sorphirðu á Ásbrú. Að öðru leyti voru engin mál á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:40.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 12. september 2023.


Fundargerð samþykkt með undirritun

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn