Stjórnarfundir
Fundargerð – 550. stjórnarfundur Kölku
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 12. september 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.
Mættir: Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson,
Svavar Grétarsson og Önundur Jónasson.
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Ílátakaup, raunkostnaður og útfærsla gjaldtöku.
3. Viðhald og áreiðanleiki.
4. Endurskoðun umhverfisstefnu og markmiða Kölku.
5. Áætlun fyrir 2024. Undirbúningur og upphaf áætlunarferlis.
6. Önnur mál.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í júlí og ágúst, tilraunir með nýtt efni, útboð og
bæjarsamþykkt hjá Reykjanesbæ sem ætti að vera góð fyrirmynd fyrir hin sveitarfélögin.
Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir kolefnisföngun og hugsanleg uppbygging í Helguvík.
2. Ílátakaup, raunkostnaður og útfærsla gjaldtöku.
Framkvæmdastjóri fór yfir fundinn sem hann tók með Kristjáni endurskoðanda Kölku. Þar var rætt um
fjármögnun Kölku á ílátunum. Kalka getur fjármagnað kaupin og sveitarfélögin geta nýtt
innviðaframlög frá Úrvinnslusjóði til að greiða þau niður á 10-15 árum. Framkvæmdastjórinn upplýsti
að úrvinnslusjóðurinn vinni nú að útfærslum á þessum framlögum en lagt er upp með að
sveitarfélögin geti fjármagnað þessi kaup með láni með allt að 7% vöxtum. Með því að fjármagna
kaupin með veltufé frá rekstri Kölku opnast ávöxtunartækifæri og tækifæri til að forðast óþarfa
lántöku hjá sveitarfélögunum.
Eftir góða umræðu var ákveðið að stjórn Kölku myndi leggja til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að
við kaup á söfnunarílátum (heimilissöfnun) yrði sterk lausafjárstaða Kölku notuð til að auðvelda
kaupin.
Framkvæmdastjórinn fór yfir nýjan kostnaðargrunn sorphirðu sem skipt er upp í þrjá liði. Stjórn átti
góða umræðu um hvernig þessum kostnaði skuli hagað. Stjórn Kölku hvetur því sveitarfélögin til að
skoða vel þann möguleika að festa 50% gjalda samkvæmt BÞHE.
3. Viðhald og áreiðanleiki
Framkvæmdastjórinn fór yfir viðgerðarstopp og óvæntar skemmdir í eldmúr. Framkvæmdastjóri fór
einnig yfir vinnustofu sem var haldin fyrir hluta starfsmanna brennslunar.
4. Endurskoðun umhverfisstefnu og markmiða Kölku
Stjórn fór yfir umhverfisstefnu og markmið Kölku. Umhverfisstefnan var samþykkt án breytinga.
Varðandi umhverfismarkmiðin þá var bent á að breyta þurfi markmiðum Kölku í flokkun frá
heimilunum. Stjórn ræddi möguleikann að fá rauntölur um flokkun á stjórnarfundum.
Framkvæmdastjórinn ætlaði að kanna þann möguleika. Bent var á að eitt af markmiðum sjóðsins
væri að taka saman niðurstöður lykilmælikvarða tvisvar á ári í febrúar og ágúst, en það var ekki gert á
þessu ári. Ákveðið var að breyta dagsetningum og hafa frekar mars og september. Stjórn samþykkti
slíkar tillögur. Að öðru leyti gerði stjórn ekki athugasemdir við umhverfismarkmiðin og samþykkti þau
með fyrirvara um þessar breytingar.
5. Áætlun fyrir 2024. Undirbúningur og upphaf áætlunarferlis.
Framkvæmdastjóri fór yfir áætlun fyrir 2024. Byrjað er að skoða stóru myndina, strauma inn og út.
Einnig er í skoðun raunkostnaður út frá ýmsum sjónarhornum. Viðhaldsplan brennslu er í
undirbúningi og fór framkvæmdastjóri yfir slíkt plan. Framkvæmdastjóri fór yfir grófa tímalínu
fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
6. Önnur mál.
Engin mál voru undir önnur mál.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:40.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 10. október 2023.
Fundargerð samþykkt með undirritun.