Fara í efni

Stjórnarfundir

551. fundur 17. október 2023 kl. 16:30 - 18:59 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarson
  • Svavar Grétarsson
  • Önundur Jónasson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 17. októberber 2023, kl. 16:30
í fundarsal Kölku í Helguvík.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson,
Svavar Grétarsson og Önundur Jónasson.


Dagskrá:

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Niðurstöður útboðs á sorphirðu
3. Áætlun fyrir 2024
4. Persónuverndarstefna Kölku lögð fram til samþykktar
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór yfir öryggismál, brennsluna í september og það sem af er október, horfur til áramóta.
2. Niðurstöður útboðs á sorphirðu
Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöður útboðs um söfnun frá heimilunum. Eftir góða umræðu ákvað
stjórn að fela framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum við lægstbjóðendur.


3. Áætlun fyrir 2024
Framkvæmdastjóri byrjaði á því að fara yfir ýmsa bak grunnþætti áætlanagerðar áður en farið var í
áætlunina sjálfa. Framkvæmdastjóri fór m.a. yfir útlit og horfur á urðunarkostnaði sem mun hækka
umtalsvert milli ára, starfsmannakostnað, sorphirðukostnaður, uppgjör ílátakaupa árið 2023 og tekjur.
Því næst fór framkvæmdastjórinn yfir fjárhagsáætlunina sjálfa. Ekki hafi verið jafn miklar breytingar á
áætlun lengi og jafnframt sé töluverð óvissa í áætlun sem rekja má til lagabreytinga.
Stjórn samþykkti áætlun fyrir árið 2024 og fól framkvæmdastjóra og formanni að klára áætlunina og
senda til sveitarfélaganna.


4. Persónuverndarstefna Kölku lögð fram til samþykktar
Þessi dagskrárliður var tekinn á undan skýrslu framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjórinn fór yfir tillögu að persónuverndarstefna félagsins. Stjórn hafði engar
athugasemdir og samþykkti stefnuna. Persónuverndarstefnan mun verða aðgengilega á heimasíðu
Kölku.


5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:59.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. nóvember 2023.


Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn