Stjórnarfundir
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. nóvember 2023, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík.
Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Steinþór Þórðarson, Önundur Jónasson
og Páll Orri Pálsson (varamaður).
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra. Samantekt um endurvinnsluhlutföll.
2. Erindi frá Reykjanesbæ um aukna þjónustu
3. Gjaldskrá 2024
4. Endurskoðun lausra samninga
5. Önnur mál.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra. Samantekt um enudrvinnsluhlutföll.
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór yfir hamfarirnar í Grindavík, öryggis- og starfsmannamál, brennsla í október og það sem af er
nóvember, horfur til áramóta og eftirlitsheimsókn frá umhverfisstofnun. Brugðist hefur verið við
erindi umhverfisstofnunar sem kallað hefur eftir neyðaráætlun ef koma skyldi til rekstarstöðvunar
vegna náttúruhamfara. Öllu efni hefur verið tryggður farvegur ef til þess kemur.
Því næst fór framkvæmdastjórinn yfir samantekt um endurvinnsluhlutföll.
2. Erindi frá Reykjanesbæ um aukna þjónustu
Áætlað var að gestir frá Reykjanesbæ myndu koma á fund og kynna, en gestirnir komust ekki á
fundinn en stjórn tók umræðu um erindið frá Reykjanesbæ um auka þjónustu. Framkvæmdastjórinn
fór yfir erindið og hugmyndir framkvæmdastjóra að koma á mögulegu samráðsferli, þ.e. hvernig ferlið
er frá hugmynd til nýrrar þjónustu. Að lokinni umræðu fól stjórn framkvæmdastjóra og
stjórnarformanni að funda með umhverfissviði Reykjanesbæjar, fara í gegnum erindið og
forgangsraða.
3. Gjaldskrá 2024
Framkvæmdastjóri fór yfir tillögur að breytingum á gjaldskrá 2024. Gjaldskrárhækkanir eru í samræmi
við verðlagsþróun og að auki þar sem flokkum hefur verið fjölgað með það að markmiði að hvetja til
aukinnar flokkunar. Stjórn var sammála að breyta því hvenær gjaldskráin yrði endurskoðun, í staðinn
fyrir að endurskoða gjaldskránna 1x á ári þá yrði það gert 2x á ári.
4. Endurskoðun lausra samninga
Framkvæmdastjóri fór yfir endurskoðun lausra samninga. Framkvæmdastjórinn lagði til að tíminn
þangað til samningarnir renna út verði nýttur hann nýttur til að leita nýrra úrræða. í þeim tilfellum að
framlenging núverandi samninga verði besta niðurstaðan leitum við eftir framlengingum. Um annað
semjum við í stuttan tíma og undirbúum útboð.
5. Önnur mál.
Framkvæmdastjórinn fór yfir tillögu að heimsókn stjórnar til ÍG þann 7. desember nk.
Stjórn óskaði eftir að framkvæmdastjóri myndi kanna hvernig innheimtu og þjónustu er háttað vegna
náttúruhamfara í Grindavík.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:00.
Næsti fundur er áætlaður fimmtudaginn 7. desember 2023.
Fundargerð samþykkt með undirritun.