Fara í efni

Stjórnarfundir

557. fundur 09. apríl 2024 kl. 16:30 - 18:46 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 16:30 í fundarsal
Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Aðrir gestir: Kristján Ragnarsson, endurskoðandi


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
2. Endurskoðaður ársreikningur fyrir 2023
3. Breytingar á samþykktum fyrir aðalfund
4. Upplýsingaöryggisstefna Kölku til afgreiðslu
5. Önnur mál.

 

1. Endurskoðaður ársreikningur fyrir 2023
Endurskoðandi Kölku fór yfir ársreikning 2023, m.a skýrslu stjórnar, áritun óháðra endurskoðanda,
rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit yfir sjóðstreymi, skýringar við einstaka liði ársreikningsins og
sundurliðanir. Endurskoðandi fór einnig yfir endurskoðunarskýrsluna fyrir árið.
Ársreikningurinn var að lokum lagður fyrir stjórn, hann samþykktur og undirritaður af stjórn.


2. Breytingar á samþykktum fyrir aðalfund
Framkvæmdastjórinn fór yfir breytingar á samþykktum sem kynntar voru fyrir stjórn á seinasta fundi.
Framkvæmdastjórinn upplýsti um ábendingar sem hann fékk frá endurskoðanda Kölku á 4. gr. og
breytingar sem þeir lögðu til á greininni. Stjórn hafði ekki athugasemdir við breytingartillögurnar og
samþykkti þær.
Samþykktirnar voru að loknum lagðar fyrir stjórn og þær samþykktar.


3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggismál, starfsmannamál, brennslan í mars, staðan í Grindavík, flokkunarárangur
fyrsta tímabilið í nýju fyrirkomulagi, árangur í múrbroti, heimsókn til UST og Skör ofar.


4. Upplýsingaöryggisstefna Kölku til afgreiðslu
Framkvæmdastjórinn fór yfir upplýsingaöryggisstefnu Kölku en stefnan var lögð fyrir á seinasta fundi.
Stjórn hafði engar athugasemdir, samþykkti stefnuna og undirritaði.


5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:46
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 7. maí 2024


Fundargerð samþykkt með undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn