Fara í efni

Stjórnarfundir

558. fundur 07. maí 2024 kl. 16:30 - 17:20 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmudsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 16:30 í fundarsal
Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Fundargerð aðalfundar
4. Erindi frá Sorpu um stofnun undirbúningsfélags hátæknibrennslu.
5. Frágangur á breytingu á samþykktum.
6. Önnur mál.


1. Stjórn skiptir með sér verkum
Stjórnarformaður: Önundur Jónasson var valinn stjórnarformaður með báðum atkvæðum
Reykjanesbæjar, atkvæði Suðurnesjabæjar og atkvæði Grindavíkurbæjar. Ingþór Guðmundsson sem
bauð sig einnig fram til stjórnarformanns fékk atkvæði Voga.
Varaformaður: Ingþór Guðmundsson var valinn varaformaður með öllum greiddum atkvæðum.
Ritari: K. Ragnheiður Eiríksdóttir var valinn ritari stjórnar með öllum greiddum atkvæðum.


2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggismál, brennslan í apríl, staðan í Grindavík, heimsókn til UST, staða textíls og
greiningu virðisstrauma.


3. Fundargerð aðalfundar
Stjórn hafði ekki athugasemd við fundargerð aðalfundar og samþykkti fundargerðina.


4. Erindi frá Sorpu um stofnun undirbúningsfélags hátæknibrennslu
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins Skör ofar, m.a. fundi seinustu vikna, bréf frá
framkvæmdastjóra Sorpu um stofnun undirbúningsfélags um hátæknibrennslu. Stjórn hefur áhuga á
verkefninu og óskar eftir frekari samtali við hagsmunaaðila.


5. Frágangur á breytingu á samþykktum
Stjórn yfirfór breytingarnar og samþykkti þær og fól framkvæmdastjóra að senda sveitarfélögunum til
samþykktar í bæjarstjórn.


6. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:20
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. júní 2024.


Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn