Fara í efni

Stjórnarfundir

559. fundur 11. júní 2024 kl. 16:30 - 18:07 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Önundur Jónasson
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 11. júní kl. 16:30 í fundarsal
Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Önundur Jónasson, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
2. Áhrif stöðunnar í Grindavík á reksturinn á árinu.
3. Endurskoðun gjaldskráa fyrir 1. júlí nk.
4. Samstarfssamningur við Sorpu.
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. öryggis- og umhverfismál, frí framkvæmdastjóra í sumar, brennsluna í maí 2024, botnösku,
efnisflokkar og úrvinnslugjald og bráðabirgðaúrskurður ESA vegna Sorpu sem mögulega getur haft
áhrif á Kölku.


2. Áhrif stöðunnar í Grindavík á reksturinn á árinu.
Ragnheiður fór yfir stöðuna í Grindavík og helstu fyrirspurnir og ábendingar bæjarbúa Grindavíkinga.
Ragnheiður fór yfir erindi frá bæjarstjórn Grindavíkur, sem var eftirfarandi:
“Bæjarstjórn Grindavíkur leggur til að Kalka endurskoði opnunartími gámasvæðisins í
Grindavík, tíðari losun þess til að auka aðgengi að svæðinu tímabundið á meðan eftirspurn eftir
þjónustunni er mikil með því að lengja opnun á laugardögum og að hafa opið á sunnudögum.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir að nytjagámi verði komið fyrir í bæjarfélaginu til að lágmarka
umhverfisáhrif og almenna sóun. Þá er óskað eftir samtali við Kölku um almenna sorphirðu í
Grindavíkurbæ.”
Stjórn ræddi og tók vel í tillögur bæjarstjórnar Grindavíkur. Starfsmenn Kölku munu fylgja þessu eftir
og vera í samskiptum við Grindavíkurbæ.


3. Endurskoðun gjaldskráa fyrir 1. júlí nk.
Framkvæmdastjóri fór yfir tillögu að gjaldskrárbreytingu 1. júlí nk. Framkvæmdastjórinn fór yfir
stöðuna og áhrif ástandsins í Grindavík á reksturinn á árinu, sem kemur ekki til með að hafa umtalsverð
áhrif á rekstur Kölku að teknu tilliti til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Framkvæmdastjóri fór
yfir heildarfrávik af rekstrartekjum og rekstrargjöldum, m.a. mögulegan sparnað v. jákvæðra frávika.
Framkvæmdastjórinn fór yfir stöðuna í brennslu og brennsluefnum undanfarið. Stjórn fól
framkvæmdastjóra og formanni að útfæra gjaldskrárbreytingu á flokki “annað”.


4. Samstarfssamningur við Sorpu
Framkvæmdastjóri fór yfir samstarfssamning við Sorpu varðandi efnisstrauma. Stjórn hafði engar
athugasemdir við samstarfssamninginn. Stjórn fól framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fyrir
hönd Kölku.


5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:07
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. ágúst 2024.


Fundargerð samþykkt með undirritun

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn