Stjórnarfundir
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 13. ágúst kl. 16:30 í fundarsal
Kölku.
Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir (á Teams), Önundur Jónasson, Svavar
Grétarsson, Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Stefnumótun og áætlanagerð fyrir 25-30.
3. Önnur mál.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggis- og umhverfismál, brennsluna í júlí, brennsluna á næstunni og áætlun fyrir árið
2025. Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir stöðuna í Grindavík, stöðuna á miðju ári og samstarf við
Sorpu um efnaskipti.
2. Stefnumótun og áætlanagerð fyrir 25-30.
Framkvæmdastjórinn fór yfir stefnumótun og áætlanagerð fyrir árið 2025 til 2030.
Framkvæmdastjórinn fór m.a. yfir ytri og innri áhrifaþætti, óskalistann, áherslur og fjárþörf.
Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir áætlun fyrir 2025.
Lagt til að stjórn myndi funda sérstaklega til að fara nánar yfir stefnumótun næstu ára og til framtíðar.
Stjórn sammála og fól framkvæmdastjóra að finna dagsetningu fyrir stefnumótunarfund.
3. Önnur mál.
Rætt var um afmæli Kölku, en stöðin fagnar 20 ára afmæli á næstunni. Framkvæmdastjórinn lagði til
skipulag fyrir afmælið og stjórn samþykkti. Stjórn fól framkvæmdastjóra að undirbúa dagskrá fyrir
daginn.
Rætt var um skoðunarferð fyrir hagsmunaaðila sem stýrt er að stýrihópnum Skör ofar um stöðvar
sem hafa gildi fyrir hópinn.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:45.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 10. september 2024.
Fundargerð samþykkt með undirritun.