Fara í efni

Stjórnarfundir

561. fundur 10. september 2024 kl. 16:30 - 18:04 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Árni Rúnar Kristmundsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir fundarritari

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.


Mættir: Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Svavar Grétarsson, Eiður Ævarsson,
Árni Rúnar Kristmundsson og Steinþór Þórðarson.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
2. Áætlun 2025 - helstu áherslur
3. Fitjabraut 10 - hugsanleg sala eða skipti
4. Grenndarstöð - breytingar og útboð
5. Önnur mál.


1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggismál, brennsluna í ágúst og starfsleyfismál.


2. Áætlun 2025 - helstu áherslur
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu áherslur í áætlun 2025, m.a. halda áfram að ná meira
endurvinnanlegu efni úr straumnum, kaup á búnaði og framkvæmdir, viðhald og breytingar og frekari
nýframkvæmdir.


3. Fitjabraut 10 - hugsanleg sala eða skipti
Fyrirspurnir hafa borist í Fitjabraut 10. Stjórn ræddi hugsanlega sölu eða skipti og felur
framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og safna upplýsingum fyrir næsta stjórnarfund.


4. Grenndarstöð - breytingar og útboð
Framkvæmdastjórinn fór yfir vinnu með Reykjanesbæ varðandi mögulega endurhönnun á
grenndarstöðvunum í Reykjanesbæ og komandi útboð.


5. Önnur mál.
Stjórn ræddi um útfærsluna á gáma planinu hér fyrir utan.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:04


Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 15. október 2024.

Fundargerð samþykkt með undirritun. 

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn