Fara í efni

Stjórnarfundir

564. fundur 10. desember 2024 kl. 16:30 - 18:40 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
Starfsmenn
  • Halldór Eiríksson
  • Aðrir Gestir
  • Bergný Jóna Sævarsdóttir
  • Elín R Guðnadóttir
  • Halldór Karl Hermansson
  • Magnús Stefánsson
  • Hópur á vegum Kadeco
Fundargerð ritaði: Svavar Grétarsson Stjórnarmaður

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 10. desember kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.


Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Aðrir gestir: Halldór Eiríksson (starfsmaður Kölku), og Bergný Jóna Sævarsdóttir, Elín R. Guðnadóttir,
Halldór Karl Hermannsson og Magnús Stefánsson (hópur á vegum Kadeco)


Dagskrá:
1. Gjaldskrá og skipting milli sveitarfélaga
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Finnlandsferð- helstu atriði
4. Kynning frá Kadeco um skipulag í Helguvík- Bergvík
5. Önnur mál.


1. Gjaldskrá og skipting milli sveitarfélaga
Halldór fór yfir gjaldskránna og skiptingu milli sveitarfélaga, en skiptingin er hlutfallslega niður á
Reykjanesbæ, Sveitarfélagið Voga og Suðurnesjabæ eftir sorphirðu og sorpeyðingu. Það er 4,6%
hækkun á mánaðargjaldi í heild. Halldór fór næst yfir almennu gjaldskránna, en gert er ráð fyrir 5%
hækkun. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á gjaldi fyrir einstaklinga sem koma á planið. Stjórn
samþykkti tillögur Halldórs. Stjórn ákvað að leggja ekki gjald á blandaðan heimilisúrgang sem kemur
frá heimilum hérna á planið að svo stöddu. En ákveðið var að kanna þetta betur og taka mögulega
upp síðar.


2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í nóvember, efnismál, cat 1 úrgangur,
undirbúningsfélag sorporkustöðvar og úrskurð ESA vegna Sorpu.


3. Finnlandsferð- helstu atriði
Framkvæmdastjórinn fór yfir vettvangsferð í sorporkustöðvar í Finnlandi. Framkvæmdastjórinn fór
m.a. yfir tilgang og markmið ferðar, sorporkustöðvar í Finnlandi, starfssvæði Tammervoima og
Lounavoima stöðvanna og það sem lærðist í ferðinni.


4. Kynning frá Kadeco um skipulag í Helguvík- Bergvík
Fjöggurra manna hópur á vegum Kadeco kom inn á stjórnarfund og fór yfir kynningu um skipulag í
Helguvík- Bergvík.


5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:40
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 14. janúar 2025


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn