Stjórnarfundir
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. janúar 2025 kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.
Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
1. Brennsluheimsókn í boði Ingþórs
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
3. Reksturinn 2024, gróft yfirlit
4. Stefna og markmið Kölku - árleg yfirferð
5. Áhersla í rekstri Kölku á árinu.
6. Önnur mál.
1. Brennsluheimsókn í boði Ingþórs
Ingþór, rekstrarstjóri brennslu Kölku, fór með stjórn um brennslu Kölku.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í desember og brennsluna á árinu 2024, fyrstu
sýn á uppgjör 2024, endurnýjun og endurbætur myndavélakerfis, cat 1 úrgangur, eftirlitsheimsókn
UTS og undirbúning sorporkustöðvar.
3. Reksturinn 2024, gróft yfirlit
Framkvæmdastjórinn fór yfir grófar efnistölur úr græna bókhaldinu fyrir árið 2024.
4. Stefna og markmið Kölku - árleg yfirferð
Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.
5. Áherslur í rekstri Kölku á árinu
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu áherslur fyrir árið 2025, m.a. í tengslum við grenndarstöðvar og flokkun þar, tölfræði og viðskiptagreind, ýmislegt til að bæta aðstöðu og búnað til flokkunar og söfnunar, brennslu, launagreiningu, tímaskráningarkerfi, rýni bókhalds og bættar kostnaðarupplýsingar, auka samvinnu milli starfsmanna í brennslu og stöð/plani. Framkvæmdastjórinn fór einnig yfir aðgerðir til að bæta nýtingu brennslunnar og uppbyggingu starfsfólks á árinu og ýmis samstörf á árinu.
6. Önnur mál.
Engin önnur mál voru tekin til umræðu eða afgreiðslu.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:20.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. febrúar 2025
Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.