Fara í efni

Stjórnarfundir

566. fundur 11. febrúar 2025 kl. 16:30 - 17:48 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
Starfsmenn
  • Halldór Eiríksson Starfsmaður Kölku
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir Stjórnarmaður

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2025 kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.


Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Aðrir gestir: Halldór Eiríksson, starfsmaður Kölku.


Dagskrá:
1. Endanlegar efnistölur 2023.
2. Ársreikningur 2024, óendurskoðaður.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
4. Uppbyggingarhugmyndir, umræða.
5. Önnur mál.


2. Ársreikningur 2024, óendurskoðaður
Halldór Eiríksson fór yfir drög að óendurskoðuðum ársreikningi Kölku fyrir árið 2024.


3. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjórinn
fór m.a. yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í janúar, ýmis efnismál í byrjun árs, undirbúning
útboðs á annarri kynslóð grenndarstöðva og bílatalningu á planinu í Helguvík.


1. Endanlegar efnistölur 2023
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu efnistölur 2024, m.a. magntölur v. græns bókhalds 2024,
aukningu í endurnýtingu milli ára o.fl.


4. Uppbyggingarhugmyndir, umræða.
Framkvæmdastjórinn upplýsti að Kalka sé mjög nærri því að fullnýta það rými sem Kalka hefur til
flokkunar, vinnslu efnis og geymslu innandyra. Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu
uppbyggingarhugmyndir, m.a. breytingar á núverandi húsi, tækifæri í nýju húsi, mismunandi
sviðsmyndir á flokkunar- og vinnslurými og flugöskugeymslu.


5. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:48
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. mars 2025


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn