Fara í efni

Stjórnarfundir

567. fundur 11. mars 2025 kl. 16:30 - 17:58 Fundarsalur Kölku í Helguvík
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Svavar Grétarsson
  • Eiður Ævarsson
  • Steinþór Þórðarson
  • aðrir gestir
  • Kristján Ragnarsson endurskoðandi Kölku
Starfsmenn
  • Halldór Eiríksson Starfsmaður Kölku
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir Stjórnarmaður

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 16:30 í
fundarsal Kölku.


Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Svavar Grétarsson,
Eiður Ævarsson og Steinþór Þórðarson.


Aðrir gestir: Kristján Ragnarsson, endurskoðandi Kölku og Halldór Eiríksson, starfsmaður Kölku.


Dagskrá:
1. Óendurskoðaður ársreikningur Kölku fyrir 2024.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
3. Yfirferð umhverfisstefnu og markmiða Kölku, innlegg starfsmanna
4. Önnur mál.


1. Óendurskoðaður ársreikningur Kölku fyrir 2024
Kristján Ragnarsson, endurskoðandi Kölku, fór yfir óendurskoðaðan ársreikning 2024, m.a. yfir
rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit yfir sjóðstreymi, skýringar við einstaka liði ársreikningsins og
sundurliðanir. Stjórn hafði engar athugasemdir.


2. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. Framkvæmdastjóri
fór m.a. yfir öryggis- og starfsmannamál, brennsluna í febrúar, ýmis efnismál, útboð grenndarstöðva,
afsetningu fatnaðar og annasr textíls, upplýsingar um “allann hringinn” átakið, breytt fyrirkomulag
gagnaskila til UST, verðspá á brennslumarkaði, verðþróun o.fl.


3. Yfirferð umhverfisstefnu og markmiða Kölku, innlegg starfsmanna.
Framkvæmdastjóri fór yfir innlegg starfsmanna á yfirferð þeirra á stefnu og markmiðum Kölku.
Ákveðið var að rýna nýjustu gögn fyrir næsta stjórnarfund og setja raunhæf markmið. Markmið verða
því rædd aftur á næsta fundi.


4. Önnur mál.
Engin önnur mál voru á dagskrá.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:58.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 8. apríl 2025


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun. 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn