Fara í efni

Stjórnarfundir

511. fundur 11. febrúar 2020 kl. 16:30 - 19:00 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2020, kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir janúar.
  2. Starfsmannamál.
  3. Bréf frá Íslenska Gámafélaginu um frekara samstarf fyrirtækjanna.
  4. Stefnuáherslur 2019 - forgangsröðun 2020.
  5. Önnur mál.
  1. Framkvæmdastjóri stiklaði á stóru í rekstri Kölku frá síðasta stjórnarfundi. Í kynningu hans kom m.a. eftirfarandi fram:
    1. Útskipun á botnösku til förgunar í Noregi lauk 28. jan. Móttaka efnisins í Noregi var staðfest nokkrum dögum síðar. Unnið er að uppgjöri á kostnaði við flutninginn. Þar sem verkefnið hafði tafist (upphaflega áætlað snemma hausts 2019) þurfti að skilja eftir 150 tonn (1300 tonnum skipað út) þar sem þau voru umfram útgefið leyfi.
    2. Framkvæmdastjóri fundaði með Jóni Ben Einarssyni og Einari F. Bjarnasyni hjá umhverfis- og skipulagssviði Suðurnesjabæjar í janúar. Kynntar voru stefnuáherslur stjórnar Kölku.
    3. Kalka átti hlut að máli við undirbúning athugasemda Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarp umhverfisráðherra um meðhöndlun úrgangs og aðlögun að EES regluverki.
    4. Nánara samstarf Kölku og Efnamóttökunnar við förgun spilliefna hefur skilað þeim árangri að birgðir voru á þrotum hjá Efnamótttökunni um mánaðamót.
    5. Bæði Íslenska Gámafélagið og Terra hafa lýst áhuga á samstarfi við Kölku sem m.a. fæli í sér að gámafélögin kæmu með efni til brennslu í Kölku.
    6. Farið var yfir stöðuna í samskipta- og fræðslunefnd stjórnar Kölku. Páli Orra Pálssyni falið að taka að sér forystu í nefndinni sem hefur umsjón með m.a. endurskoðun markaðs- og kynningarstarfi og endurnýjun vefsíðu Kölku.
  2. Starfsmannamál: Trúnaðarmál.
  3. Bréf frá Íslenska gámafélaginu um frekara samstarf: Þann 7. febrúar barst Kölku bréf frá ÍG þar sem lagt er til frekara samstarf fyrirtækjanna. Það gæti m.a. falist í að tryggja efni til brennslu með bögguðum varabirgðum. Afsetning efnis frá Kölku í rekstrarstoppum. Undirbúningi flokkunar lífræns úrgangs, söfnun lífræns úrgangs og moltugerð, kynningarmál o.fl. Framkvæmdastjóra og stjórnarformanni falið að kalla eftir frekari upplýsingum og skoða málið nánar.
  4. Stefnuáherslur stjórnar í byrjun árs: Stjórn fór yfir forgangsröðun verkefna sem eru hluti af stefnuáherslum stjórnar í byrjun árs. Ber þar að nefna kynningar- og markaðsmál, frekari flokkun á heimilissorpi, útfærslu grenndarstöðva og nýjar leiðir í meðhöndlun á hreinu timbri. Framkvæmdastjóra falið að úthluta verkefnum og setja forgangsverkefni af stað.
  5. Önnur mál:
  1. Stjórnarformaður lagði til að það fyrirkomulag sem hefur viðgengist að formaður stjórnar Kölku eigi sæti í Samráðsnefnd sorpsamlaga á Suðvesturlandi haldist óbreytt. Því kemur núverandi stjórnarformaður Önundur Jónasson til með að taka sæti Ingu Rut Hlöðversdóttur í nefndinni f.h. Kölku. Sú tillaga var samþykkt. Inga Rut Hlöðversdóttir vill koma á framfæri þakklæti fyrir samstarfið til nefndarinnar. Framkvæmdastjóra falið að senda tilkynningu til nefndarinnar um þessar breytingar.

Næsti fundur er áætlaður 10. mars kl. 16.30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Önundur Jónasson
Ásrún Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson

511. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn